6 kjólar sem allar konur ættu að eiga

26. október 2014

 Það er gott að eiga gott úrval af kjólum, fyrir mismunandi aðstæður og atburði. Hér eru nokkrir sem gott er að eiga. 

 

Litli svarti kjóllinn - Já, við þekkjum flestar öryggið sem felst í að eiga þennan kjól sem virðist henta við hvert tækifæri, allt frá jarðarförum upp í ræðuhöld fyrir framan fjölmenni upp í veislur af öllu tagi. Hann er klassískur í sniði og í fullkominni sídd. Það er hægt að leika sér með hann, fara í litríka peysu yfir, fallega hælaskó, bera mismunandi hálsmen við hann. Sannkölluð fjölnotaflík.

lbd.jpg 

 

Hvíti kjóllinn - Hentar fullkomlega vilji maður klæða sig upp en vill ekki hafa of mikið fyrir því. Hann vekur eftirtekt, smellpassar í sumarið og garðveislurnar. 

whitedress.jpg 

 

Kjóllinn fyrir stefnumótin - Hvort sem það er með maka þínum, verðandi maka, tímabundnu skoti eða fyrir bíó með stelpunum, þá er nauðsynlegt að eiga einn kjól sem manni líður vel í, er þægilegur og fer manni stórfenglega. Við þennan kjól þarf helst að geta klæðst hælum jafnt sem flatbotna, til þess að auka notagildið, og því skal hafa gætur á síddinni. 

date.jpg

 

Kjóllinn í vinnuna - Sérstaklega ef um ræðir skrifstofustarf eða starf sem kallar á mikil mannleg samskipti. Þessi kjóll er samsvarandi jakkafötum fyrir karlpeninginn, eins konar einkennisklæðnaður. Það þarf að passa að hann sé hlutlaus, klassískur, sýni ekki of mikið hold eða sé of ögrandi. 

vinna.jpg

 

Kjóllinn í brúðkaupin - Brúðkaup eru yndisleg og það er mikilvægt að líða vel í brúðkaupum, þá er maður líka svo sætur. Finndu þér kjól sem þér líður vel í og passar fullkomlega. Reyndu bara að forðast hvíta litinn í kjólavalinu og hvíldu svart í leiðinni.

brúðkaup.jpg

 

Partýkjóllnn - Við þurfum allar að eiga einn brjálæðislega flottan partýkjól. Gylltan, mynstraðan, þakinn í pallíettum...

 

partý.jpg

 

Myndir: Pinterest

 

Dóra.jpg

Dóra Lind

dora@tiska.is

 

 

 

 


Leita